Hríðarveðri spáð um norðanvert landið á morgun

Í ábendingu frá veðurfræðingi kemur fram að á morgun fer veður smám saman versnandi á fjallvegum með vaxandi NA-átt og hríðarveðri. Einkum á Öxnadalsheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum, síðar einnig á Bröttubrekku og Þverárfjalli, en svo virðist sem að Holtavörðuheiði sleppi betur. Fólk er hvatt til að fylgjast með fréttum af veðri og færð.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir