Steypt í Stykkishólmi í gær. Ljósm. sá

Blíðviðrið notuð til steypuvinnu

Skipavík í Stykkishólmi nýtti blíðuna í gær og steypti plötu undir þriggja íbúða raðhús við Hjallatanga í Stykkishólmi. Á plötunni verður reist timbureiningahús, sem að sögn Sævars  Harðarsonar, framkvæmdastjóra Skipavíkur, verður væntanlega sett upp strax eftir áramót. „Húsið er komið til landsins og bíður bara eftir að við skellum því upp,“ segir Sævar og bætir við að það muni taka um viku að reisa húsið og loka því fyrir veðri og vindum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir