Spá að halli sveitarfélaga verði 17,7 milljarðar

Starfshópur á vegum ríkis og sveitarfélaga áætlar að afkoma A hluta sveitarsjóða verði neikvæð sem nemur 17,7 milljörðum króna í ár. Það er um 2,2 milljörðum betri afkoma en starfshópurinn áætlaði í skýrslu í ágúst sl. en þá stefndi í 19,9 milljarða halla samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. „Nýjustu tölur bendi til þess að samdráttur í tekjum verði minni en ráð var fyrir gert í sumar, en heildargjöldin verði þau sömu. Þegar litið er til áætlana um skuldastöðu sveitarfélaganna þá er hún ögn skárri en nú en gert var ráð fyrir í fyrri áætlun og sama gildir um veltufé frá rekstri,“ segir í tilkynningu frá starfshópi sveitarstjórnarráðuneytisins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir