Steinunn og Stefanía Svavarsdætur. Ljósm. Sunna Ben

Samstilltir tvíburar eignast barn með dags millibili

Tvíburarnir Steinunn og Stefanía Svavarsdætur eru samstilltir tvíburar, svo samstilltir reyndar að þær eignuðust barn með eins dags millibili dagana 10. og 11. desember síðastliðinn. Steinunn eignaðist dreng 10. og heitir faðir barnsins Tómas Einar Torres. Stefanía eignaðist stúlku þann 11. og heitir faðir barnsins Benjamín Náttmörður Árnason.

Steinunn og Stefanía hafa sterka tengingu við Akranes en þær eru langafabörn sr. Jóns M. Guðjónssonar fv. sóknarprests á Akranesi og frú Jónínu Lilju Pálsdóttur konu hans. Séra Jón tók við embætti sóknarprests á Akranesi árið 1946 og gegndi því óslitið til ársins 1975 auk þess að vera jafnframt prófastur Borgarfjarðarhéraðs síðustu prestskaparár sín. Nutu þau prestshjón mikillar virðingar og vinsælda í héraðinu enda margvísleg þjóðþrifa- og menningarmál sem þau létu til sig varða. Sr. Jón var jafnframt heiðursborgari Akraness. Frú Lilja lést árið 1990 og sr. Jón lést árið 1994.

Sjá nánar í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir