
Líf og fjör á aðventunni í Stykkishólmi
Síðastliðinn laugardag gerðu Hólmarar sér glaðan dag. Í bænum var settur upp jólamarkaður þar sem hægt var að kaupa góðgæti og handverk. Þá voru nemendur í Tónlistarskóla Stykkishólms á ferðinni með tónleikalest sem ók um bæinn og stoppaði á völdum stöðum til að flytja jólalög fyrir gesti. Að lokum var settur upp skemmtilegur ratleikur í skógræktinni. Á meðfylgjandi mynd Sumarliða Ásgeirssonar eru Helga, Gunnlaugur og Sigrún að spjalla saman yfir kaffibolla á Narfeyrarstofu.