Jólablaðið komið í dreifingu

Hið árlega Jólablað Skessuhorns er nú komið út. Það hefur meðal annars að geyma um þrjátíu stór viðtöl, heimilislegar kveðjur úr héraði, fréttaannál ársins og ekki síst myndagátu og krossgátu sem lesendur geta glímt við framyfir hátíðir. Blaðið er 112 síður að þessu sinni og bókstaflega stappfullt af efni. Við á ritstjórninni teljum þetta ódýrustu og bestu jólabókina á markaðinum fyrir þessi jól, en erum að vísu ekki alveg hlutlaus í því mati. Þeir sem ekki eru áskrifendur nú þegar ættu að vinna bráðan bug á því, nú eða tryggja sér eintak í næstu verslun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir