Kristín og Gestur búa í gömlu sundlauginni í Stykkishólmi. Ljósm. sá

Frístundabóndi með framleiðslu úr eigin afurðum

Búa í gömlu sundlauginni og sofa í búningsherbergi karlanna

Gamla sundlaugin í Stykkishólmi er í dag fallegt heimili þar sem hjónin Kristín Benediktsdóttir og Gestur Hólm Kristinsson búa. „Maðurinn minn kaupir gömlu sundlaugina árið 2004 en þá hafði hún staðið auð í nokkur ár. Við innréttuðum hana saman og gerðum gamla kvennaklefann að eldhúsi með smá sjónvarpskróki. Gamli búningklefi karlanna er svefnherbergið okkar og þar sem handklæðaboxin voru er fataherbergið okkar. Sturtunum breyttum við í þvottahús og baðherbergi og þar sem heiti potturinn var er nú gestahebergi,“ segir Kristín þegar hún útskýrir fyrir blaðamanni herbergjaskipan á þessu ávenjulega heimili sem þau hafa gert sér.

Sjá viðtal við Kristínu og Gest Hólm í jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir