Hjónin á Hundastapa, Agnes og Halldór. Ljósm. glh.

Engum boðið en allir eru velkomnir

Hundastapa hjónin, þau Agnes Óskarsdóttir og Halldór Jónas Gunnlaugsson, hafa síðustu tvo áratugi slegið til heljarinnar skötuveislu á heimili sínu. Ár hvert á Þorláksmessu opna þau heimili sitt fyrir fjölskyldu og vinum, bjóða upp á skötu, saltfisk, nýbakað rúgbrauð og tilheyrandi meðlæti, sem allt er heimagert, ásamt rjómatertu, kaffi, konfekti og drykkjum. Er þessi viðburður þeirra hjóna merktur inn á dagatalið strax í upphafi árs hjá mörgum sem sækja þau heim á Þorláksmessu ár hvert. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Agnesar og Dóra á Hundastapa fyrir helgi, lykt af nýbökuðum pönnukökum tók á móti blaðamanni þegar hann gekk í bæinn.

Sjá viðtal við Agnesi og Dóra í Jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir