Vegagerðin varar við ferðum milli Borgarness og Akureyrar

Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við verulegum bikblæðingum á veginum frá Borgarfirði og allt norður í Skagafjörð og eru vegfarendur beðnir að hægja ferðina þegar þeir mæta öðrum bílum vegna hættu á steinkasti. „Við hvetjum fólk sem er á leið á milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni ef kostur er vegna bikblæðinganna. Eins nefnum við að við viljum fá flutningsaðila til að lækka loftþrýsting, minnka farm og dreifa ferðum á þessari leið og höfum farið þess á leið við þá,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir