Greniskreytingar fyrir leiði

Lionsklúbburinn Harpa í Stykkishólmi er nú í fyrsta sinn að selja leiðisgreinar fyrir jólin. Þá er einnig boðið upp á að koma greinunum fyrir á leiðum í kirkjugarðinum í Stykkishólmi og á Helgafelli. „Félagskonur koma saman í litlum hópum og útbúa greinarnar með alúð og umhyggju,“ segir í færslu á Facebook síðu klúbbsins. Sumarliði Ásgeirsson fréttaritari Skessuhorns var á ferðinni á laugardaginn og tók þá meðfylgjandi mynd þar sem verið er að setja saman fallega greniskreytingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir