Giljagaur hafði nýlokið við að glugga í Skessuhornið er fréttaritari leit inn. Ljósm. tfk.

Giljagaur tók forskot á sæluna

Lionsklúbbur Grundarfjarðar opnaði fyrir helgina sinn árlega jólamarkað í Sögumiðstoð Grundarfjarðar. Þar kenndi ýmissa grasa og hægt að kaupa ýmsar jólavörur og gómsætt fiskmeti. Margir Grundfirðingar kaupa jólatrén hjá Lionsklúbbi Grundarfjarðar og því er um að ræða kærkominn viðburð ár hvert. Vel var hugað að sóttvörnum og passað upp á fjölda gesta innandyra og að allt færi rétt fram. Giljagaur kom neðan úr Helgrindunum og var einnig með sóttvarnir á hreinu á þessum skrítnu tímum. Hann vakti mikla lukku hjá yngri gestum markaðarins og gaf sér góðan tíma til að segja sögur úr fjöllunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir