Hó! Hó! Hó! Stekkjarstaur er mættur

Fyrsti jólasveinninn mætti til byggða í nótt og vafalítið eru mörg börn hér á Vesturlandi sem varpa öndinni léttar að þeir hafi lifað af kóvíd, flensu og annað kvef. Því sveinkarnir ákváðu að mæta, þrátt fyrir ýmislegt vesén í mannabyggðum, og hengdu traust sitt á félagana í Kvikmyndafélagi Borgarfjarðar sem fönguðu stemninguna. Stóðu þeir meðal annars fyrir þáttagerð þar sem Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum voru fluttar í gærkveldi í umsjón Sigrúnar Elíasdóttur sagnakonu frá Ferjubakka.

Eins og allir vita kom Stekkjarstaur fyrstur til byggða, ofan úr Hafnarfjalli, í nótt. Það er Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir sem ríður á vaðið og flytur hér kvæðið um fyrsta jólasveininn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir