Ingólfur Árnason og Páll S Brynjarsson framkv.stj. SSV. Ljósm. hg.

Skaginn 3X hlýtur Nýsköpunarverðlaun SSV 2020

Skaginn 3X á Akranesi hlýtur nýsköpunarverðlaun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir árið 2020. Ingólfur Árnason forstjóri Skagans tók við verðlaunagrip af þessu tilefni í Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi í gær. Við val á verðlaunum þessum er sá háttur viðhafður að atvinnuráðgjafar SSV tilnefna þrjú fyrirtæki og voru þær lagðar fyrir stjórn SSV til afgreiðslu. Verðlaunagripinn í ár hannaði Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður.

Á myndinni er Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV búinn að afhenda Ingólfi Árnasyni hjá Skaganum 3X verðlaunin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir