2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir11.12.2020 14:56
Falleg sólarupprás við Langasand. Ljósm. frg.

Hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis

05.02.2023 15:10

„Þú þarft einhvern sem getur sagt þér til og þannig náð árangri“

Lesa meira

05.02.2023 12:24

Þriðjudagslægðin gæti orðið snörp

Lesa meira

05.02.2023 09:31

Sviptivindasamt í dag á Snæfellsnesi og víðar

Lesa meira

05.02.2023 08:50

Nýtt íþróttahús yrði ígildi hallar

Lesa meira

04.02.2023 11:57

Skallagrímur vann nauman sigur í nágrannaslagnum

Lesa meira

04.02.2023 08:01

Ljósmæður á Akranesi – Frumkvöðlar í fæðingahjálp

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Í byrjun næsta árs mun Akraneskaupstaður efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi í samstarfi við FÍLA, félag íslenskra landslagsarkitekta. Markmiðið með samkeppninni er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnarsvæðið. Svæðið sem um ræðir nær frá Sementsreitnum, þeim kjarna þar sem framtíðar íbúðarbyggð mun rísa við Langasand og alveg suðaustur að svæðinu við Sólmundarhöfða, þar sem Hjúkrunarheimilið Höfði er og sú íbúðabyggð sem er þar. Þar á milli er svo íþróttasvæðið, Guðlaug og sandurinn sjálfur. „Við erum að fara af stað með hugmyndasamkeppni sem Félag íslenskra landslagsarkítekta er að halda utan um með okkur og við ætlum að fá færustu sérfræðinga á þessu sviði til að huga að því hvernig við viljum byggja upp svæðið. Þetta er stórt verkefni um dýrmætt svæði og því mikilvægt að kalla eftir skoðunum flestra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Hann heldur áfram: „Við viljum hefja þessa vegferð og skapa svæði sem mótast af vellíðan og heilsu fyrir alla notendur og skiptir okkur máli að fá íbúana með í lið en þetta svæði er okkar svæði. Góð útivistarsvæði og tengsl við náttúruna er eitt af því sem telst vera lykilatriði þegar kemur að vellíðan og bara hamingju íbúa. Hér í kringum Akranes erum við með ólíkar fjörugerðir og ein sú fallegasta er einmitt þetta svæði; Langisandur. Þessu svæði viljum við hlúa að og huga að hvernig við getum tryggt það að það þróist í takt við væntingar íbúa,“ segir bæjarstjórinn jafnframt. Í ljósi heimsfaraldurs er ekki hægt að halda hefðbundna íbúafundi og hefur þess í stað verið útbúin rafræn viðhorfskönnun um þarfir, upplifun og framtíðarsýn íbúa um svæðið. Þar fá íbúar tækifæri að láta í ljósi skoðanir, þarfir og áherslur um framtíð Langasandssvæðisins. Munu niðurstöður könnunarinnar verða fylgigagn við auglýsingu um samkeppnina. „Það skiptir máli hvernig við stöndum að því að þetta allt saman verði gert í samræmi við væntingar íbúa. Við erum því að óska eftir því að þú takir þátt í því, með rafrænum hætti, að koma frá þér öllum þínum dýpstu óskum um það hvernig þetta svæði getur þróast til framtíðar.“ segir Sævar Freyr í ávarpi þegar hann fylgir hinni rafrænu könnun úr hlaði. Könnunin samanstendur af sextíu spurningum sem flestar eru krossaspurningar og tekur um 15 mínútur að svara. Þátttakendur hafa kost á að komast í pott sem dregið verður úr um og fá einhverjir heppnir gjöf að launum. Allir, ungir sem aldnir, eru hvattir til að taka þátt. Könnunin verður opin út desembermánuð. Hér er beinn linkur á könnunina.