Frá afhendingu gjafabréfs fyrir fimm ný rúm. Þura Björk Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar til hægri og Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasamtaka HVE.

Hollvinasamtökin hafa nú gefið 25 ný sjúkrarúm

Á árinu 2019 fóru Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands af stað með verkefni sem gengur út á að safna fé til kaupa á sjúkrarúmum. „Frá því að átakið hófst höfum við fært stofnuninni 25 sjúkrarúm og nýverið afhenti ég, fyrir hönd stjórnar, fimm rúm. Andvirði þessara 25 rúma er um 14,5 milljónir króna. Það voru 19 aðilar sem hafa komið að fjármögnun þessa verkefnis þ.e. einstaklingar, aðstandendur, fyrirtæki, verkalýðsfélag, félagasamtök, kvenfélög, sveitarfélög og sparisjóður,“ segir Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasamtaka HVE. Hún segir að samtökin stefni að því að ljúka þessu verkefni á næstu 1 – 2 árum. Til viðbótar er gert ráð fyrir að safnað verði fyrir einu gjörgæslurúmi og sex til átta sjúkrarúmum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira