Svipmynd úr Skorradal. Ljósm. mm

Hafna gjaldskrárhækkun Heilbrigðiseftirlits Vesturland

Á fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps síðastliðinn miðvikudag var tekin til afgreiðslu fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2021 og tillaga stjórnar HVE að gjaldskrárhækkun. Sveitarstjórn hafnaði tillögunni vegna hækkana sem í henni felast á þeirri forsendu að gjaldskrárheimildir séu hærri en raunkostnaður sem í þjónustunni felst. Jafnframt skoraði hreppsnefnd á önnur sveitarfélög á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að hafna gjaldskrárhækkun. Fjárhagsáætlun HEV fyrir árið 2021 er því vísað til baka til stjórnar til endurgerðar.

„Hækkanir á leyfisgjöldum í gjaldskrátillögunni eru alltof miklar miðað við eldri gjaldskrá. Ætla má gjaldskrátillögur séu hærri en raunkostnaður við eftirlitið, en samkvæmt 46 gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir má ekki taka hærra gjald en raunkostnað. Sést það á samanburði við gjaldskrár annarra heilbrigðisumdæma. Einnig eru rangar heimildir í gjaldskrátillögunni um heimild til gjaldtöku og í ljósi þess hafnar hreppsnefnd gjaldskrártillögunni og leggur einnig til að önnur sveitarfélög á starfssvæðinu geri það sama,“ segir í bókun hreppsnefndar Skorradalshrepps.

Líkar þetta

Fleiri fréttir