Fjarlægðu sprengiefni sem fannst við húsleit

Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá því nú síðdegis að Lögreglan á Vesturlandi hafi í dag óskað eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tildrög málsins þau að ökumaður var stöðvaður undir áhrifum fíkniefna í Borgarfirði fyrr í dag. Í kjölfarið fór fram húsleit í sumarhúsi í héraðinu og þar hafi fundist sprengiefni. Því var kallað eftir aðstoð sprengjudeildar sérsveitar ríkislögreglustjóra, sem fór á vettvang og fjarlægði efnið. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi en rannsókn málsins enn í gangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir