Sunna Birna að stilla upp fallegum Golden Retriever.

„Þessir hundar eru alltaf glaðir, hressir og tryggir“

Sunna Birna Helgadóttir hundaræktandi í Borgarnesi segir mikla eftirspurn eftir hundum í dag. Hún ræktar hunda af tegundinni Golden Retriever undir ræktunarnafninu Golden Magnificent. En hvað er það við Golden Retriver sem heillaði hana? „Ætli ég hafi ekki bara valið þessa tegund því fyrsti hundurinn minn var Golden Retriever sem við fengum þegar ég var tíu ára. Svo er þetta alveg einstök tegund. Þessir hundar eru alltaf glaðir, hressir og tryggir og svo eru þeir mjög fjölskylduvænir og miklir vinir manns,“ svarar hún. „Það fylgir þeim líka nóg af hárum,“ bætir hún við og hlær.

Rætt er við Sunnu Birnu í Skessuhorni vikunnar. 

Líkar þetta

Fleiri fréttir