Rafmagnslaust á miðnætti frá Deildartungu að Augastöðum

Frá miðnætti í kvöld og til klukkan 4 í nótt verður rafmagnslaust í hluta uppsveita Borgarfjarðar, nánar til tekið frá Deildartungu í Reykholtsdal að Augastöðum í Hálsasveit. Rarik mun á þessum tíma vinna við háspennudreifikerfið.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt Rarik Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Líkar þetta

Fleiri fréttir