Lífland flytur verslun sína í dag á nýjan stað í Borgarnesi

Verslun Líflands við Borgarbraut 55 í Borgarnesi verður lokuð í dag, en starfsfólk vinnur nú að flutningi verslunarinnar. Í fyrramálið verður verslunin opnuð við Digranesgötu 6 í Borgarnesi, í fyrrum Hagskaupshúsnæði, milli Bónuss og Geirabakarís.

Í tilefni þessa býður Lífland veglegan afslátt m.a. af reiðtygjum, hestavörum, fatnaði, skóm, bætiefnum og fleiru í versluninni á föstudag og laugardag.

Sjá nánar í auglýsingu hér á vefnum og í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir