Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands með nemendum Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar. Ljósm. Skessuhorn/arg.

Fyrsti íslenski skólinn til að fá Grænfánann í tíunda sinn

Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fékk í morgun sinn tíunda Grænfána fyrir framúrskarandi menntaverkefni. Er skólinn fyrstur allra skóla á Íslandi til að hljóta Grænfánann í tíunda skipti. Af því tilefni var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands viðstaddur þegar skólinn fékk fánann afhentan. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem vinna að menntun til sjálfbærni og má finna fánann víða um heim. Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar, áður Andakílsskóli, hefur unnið að menntun til sjálfbærni í um tvo áratugi og fékk fyrsta Grænfánann þann 4. júní 2002.

Börnin sungu fyrir gesti við afhendingu á Grænfánanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir