Fjórðungsmót er fyrirhugað næsta sumar

Fjórðungsmót Vesturlands í hestaíþróttum verður haldið í Borgarnesi næsta sumar, dagana 8. til 11. júlí. Að mótinu standa hestamannafélögin á Vesturlandi; Borgfirðingur, Snæfellingur, Dreyri og Glaður, en auk þeirra verður félögum í Húnavatnssýslum, Skagafirði og á Vestfjörðum boðið til keppni. Dagskrá, keppnisgreinar og annað fyrirkomulag verður kynnt á næstunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir