
Tilnefningar óskast um Vestlending ársins
Að venju gengst Skessuhorn fyrir vali á Vestlendingi ársins. Skilyrði er að viðkomandi sé búsettur/ir í landshlutanum. Hver eða hverjir hafa verðskuldað þetta sæmdarheiti á árinu? Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar um nöfn og gjarnan má fylgja ein setning sem styður þá tillögu. Óskast tilnefningar sendar á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is merkt „Vestlendingur ársins.“ Úrslitin verða kynnt 6. janúar 2021.