Skólablaðið Egla kemur út í dag

Ákveðið var í haust í Menntaskóla Borgarfjarðar að endurvekja skólablaðið og leggur skólinn nú af stað með útgáfu Eglu á nýjan leik. Egla kom fyrst út árið 2011 og hélt útgáfa blaðsins dampi næstu fjögur árin eftir það, eða til 2016. Síðan hefur blaðið legið í dvala og ekki verið gefið út. Þar til nú. Dalastúlkan Sara Björk Karlsdóttir er ritstýra sjötta tölublaðs Eglu og er hún spennt að sjá afrakstur vinnunnar sem lögð hefur verið í blaðið. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til Söru í vikunni og spurði hana hvernig útgáfan hefði komið til. „Ég var í sakleysi mínu í íþróttatíma hjá Sössa þegar hann spyr mig hvort ég vilji ekki taka að mér skólablaðið. Þá var búin að vera einhver umræða meðal kennaranna að endurvekja blaðið á nýjan leik. Sössa þótti ég góður kandídat í þetta verkefni og á endanum sló ég til,“ segir Sara Björk um aðdragandann. „Ég fékk nokkrar stelpur með mér í lið og svo var bara hafist handa.“

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir