Jólablað Skessuhorns í næstu viku

Miðvikudaginn 16. desember kemur Jólablað Skessuhorns úr prentun og verður dreift til kaupenda. Að venju verður blaðið það síðasta sem gefið verður út á árinu. Fyrsta blað á nýju ári verður svo gefið út 6. janúar.

Þeir sem vilja koma á framfæri efni og auglýsingum í árlegu Jólablaði er bent á að hafa samband fyrir vikulok. Frestur til að skila efni og auglýsingum er til föstudagsins 11. desember. Bendum á netföngin auglysingar@skessuhorn.is og skessuhorn@skessuhorn.is en einnig símann 433-5500.

Líkar þetta

Fleiri fréttir