Engin ný smit á Vesturlandi

Átta kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og voru allir utan einn í sóttkví fyrir sýnatöku. Nýgengi innanlandssmita er nú 46,4.

Hér á Vesturlandi hefur ekki fjölgað í hópi smitaðra frá í gær, en alls eru nú sjö í einangrun í landshlutanum; tveir í Borgarnesi og fimm á Akranesi. Þrír eru í sóttkví á Akranesi. Svo virðist því sem smit sem kom upp í grunnskóla á Akranesi í síðustu viku hafi ekki náðst að breiðast út þar. Níutíu manns voru af þeim sökum í sóttkví framyfir helgi og fóru í skimun á mánudag og í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir