Ríkissjóður tapaði 168 milljörðum á níu mánuðum

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs liggur fyrir. Rekstrarafkoman án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 168 milljarða króna sem er í samræmi við væntingar að teknu tilliti til áhrifa heimsfaraldurs Covid-19. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á útgjöld og tekjur ríkisins og afkomu ríkissjóðs á árinu. Brugðist hefur verið við áhrifunum með ýmsum aðgerðum og leitað eftir heimildum vegna þess með afgreiðslu Alþingis á fernum fjáraukalögum og er frumvarp að þeim fimmtu er til meðferðar. Viðbótarkostnaður vegna Covid-19 er að miklu leyti kominn fram og áætlanir ríkisstofnana hafa verið uppfærðar. Tekjur voru 536 milljarðar og lækkuðu um 53 milljarða, eða 9% á milli ára. Þar af skýrist 11 milljarða króna lækkun af frestuðum skatttekjum vegna heimsfaraldurs. Tekjuskattur einstaklinga lækkaði um 10 milljarða, virðisaukaskattur um 35 milljarða og tryggingagjald um 8 milljarða milli ára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir