Valgerður sigurvegari í Lagakeppni Hannesarholts

Föstudaginn 4. desember síðastliðinn voru úrslitin í Lagakeppni Hannesarholts kunngjörð. Þar kom sá og sigraði Valgerður Jónsdóttir á Akranesi með lagið sitt „Áraskiptin 1901-1902.“ Fyrirkomulag keppninnar var að semja lög við ljóð Hannesar Hafstein. Alls voru send til keppni 206 lög, en dómnefnd valdi lög til sigurs í þrjú efstu sætin. Dómnefndin var skipuð Kristjönu Stefánsdóttur, Þórði Magnússyni og Tryggva Kolbeinssyni.

Valgerður setti saman myndband fyrir afhendingu verðlaunanna, sem var rafræn. Í því getur að líta fallegar landslagsmyndir sem hún fékk að láni hjá nokkrum góðum ljósmyndurum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir