Slyddu eða snjókomu spáð í dag

Spáð er snjókomu eða slyddu með köflum um vestan- og sunnanvert landið í dag. Veðurfræðingar Veðurstofunnar segja að það gangi í austan 8-15 m/s seinnipartinn með hita nálægt frostmarki. Hægari vindur verður norðan- og austanlands með björtu veðri og frost frá 2 til 12 stigum. Á morgun er spáð 5-13 m/sek og slydda af og til á vestanverðu landinu og með suðurströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Áfram hægari vindur á Norður- og Austurlandi með þurru veðri og frosti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir