Fáir greindir með veiruna í dag

Í gær voru fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands og höfðu þeir allir verið í sóttkví fyrir greiningu. 186 manns eru nú í einangrun, en fjöldinn var 195 í gær. Þá eru 500 í sóttkví í dag, samanborið við 544 í gær. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 45,3 en var 45,5 í gær.

Hér á Vesturlandi eru nú sex með veiruna samkvæmt samantekt lögreglu; fjórir á Akranesi og tveir í Borgarnesi. Níutíu manns eru nú í sóttkví; einn í Stykkishólmi, tveir í Borgarnesi en 87 á Akranesi. Á morgun og þriðjudag verða stórir skimunardagar í kjölfar smits sem kom upp á unglingastigi Grundaskóla í liðinni viku og orskakar þann fjölda sem nú er í sóttkví í bæjarfélaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir