Töluferð fjölgun í sóttkví á Akranesi

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi eru nú fjórir í einangrun vegna Covid-19 í landshlutanum, allir á Akranesi. þá eru nú 94 í sóttkví á Vesturlandi, þar af eru 90 á Akranesi, tveir í Borgarnesi, einn í Ólafsvík og einn í Stykkishólmi. Þessa miklu fjölgun fólks í sóttkví á Akranesi má rekja til þess að smit kom upp hjá bæði starfsmanni og nemanda á unglingastigi í Grundaskóla í byrjun vikunnar. Um helmingu þeirra sem eru í sóttkví fara í skimunarsýnatöku næstkomandi mánudag og hinn helmingurinn á þriðjudagi að því er fram kemur á facebook síðu heilsugæslunnar á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir