Sýni tekið. Ljósm. úr safni/ kgk.

Tólf voru greindir með kórónuveiruna í gær

Tólf voru greindir með kórónuveiruna hér á landi í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 212 eru nú í einangrun hér á landi vegna veirunnar og 679 í sóttkví. 38 liggja á sjúkrahúsi og þar af eru tveir á gjörgæslu.

Nýgengi innanlandssmita er nú 45,8 en var í gær 45,5.

Lögreglan á Vesturlandi hefur ekki birt tölur um fjölda smitaðra og í sóttkví í landshlutanum. Samkvæmt Covid.is vefnum eru nú 88 í sóttkví á Vesturlandi og fimm í einangrun. Það er stórt stökk frá í gær þegar tveir voru í einangrun og 17 í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.