Ný athafnalóð verður til með efni úr höfninni

Dýpkunarskipið Dísa hefur undanfarið verið við dýpkunarframkvæmdir í Ólafsvíkurhöfn. Var í heildina dælt upp á milli 40 og 50 þúsund rúmmetrum. 12 þúsund af þessum rúmmetrum voru nýttir til landfyllingar á plani. Um síðustu helgi var svo klárað að keyra efni ofan á planið og var það B. Vigfússon sem sá um það. Keyrðu starfsmenn fyrirtækisins á milli 6 og 7 hundruð rúmmetrum af efni í planið. Er ráðgert að þarna verði byggingarlóð fyrir atvinnuhúsnæði næst þegar farið verður í skipulagsvinnu. Þangað til nýtist planið til ýmissa hluta enda stórt, eða um 2000 fermetrar að stærð. Verður hægt að geyma þar vagna og báta ásamt ýmsu öðru og fer það nánast strax í notkun. Von er á nýju stálþili sem koma mun um eða eftir áramótin, að sögn starfsmanna hafnarsjóðs. Verður þilið geymt á planinu þangað til það verður rekið niður næsta sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir