Mikið frost inn til landsins á morgun

Í dag er spáð norðan 13-23 m/s og að hvassast verði austantil á landinu með snjókomu, éljum og skafrenningi. Á vesturhelmingi landsins verður úrkomulaust að kalla. Dregur úr vindi og léttir til fyrst vestantil og kólnar í veðri. Í kvöld verður norðlæg átt, víða 5-13 m/s og bjartviðri. Frost 2 til 14 stig og mildast við suðaustur ströndina, en kaldast inn til landsins fyrir norðan. Á morgun verður breytileg átt 3-8 m/sek og léttskýjað, en líkur á éljum við SV-ströndina seinnipartinn. Frost verður 10 til 20 stig, kaldast inn til landsins. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig veðurfræðingar spá fyrir um frostið klukkan 9 í fyrramálið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir