Bíllinn situr fastur á brúnni upp á bryggjuna. Ljósmyndir: Sumarliði Ásgeirsson.

Bíll situr fastur og ekki hægt að afferma Baldur

Þegar Breiðafjarðarferjan Baldur lagðist að bryggju í Stykkishólmi um nónbil í dag, og byrjað var að afferma skipið, reyndist það ekki hægt. Ástæðan var sú að of mikil fjara var sem orsakaði það að of bratt var fyrir fulllestaðan flutningabíl að aka brúna upp á bryggjuna. Situr bíllinn því fastur og hamlar sömuleiðis för annarra bíla úr ferjunni. Á bryggjunni eru svo nokkrir bílar sem til stendur að fari í ferjuna og yfir á Brjánslæk. Ljóst er að ekki verður pláss í þeirri ferð fyrir alla bílana sem bíða, enda eru þeir óvenju margir vegna slæmrar færðar landveginn. Fiskflutningar að vestan eru auk þess sífellt að aukast og því ljóst að Baldur er barn síns tíma. Síðari ferð skipsins mun því frestast fram undir kvöld þegar nægjanlega verður búið að flæða að en þar með minnkar hallinn á brúnni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.