Óveður á Holtavörðuheiði. Ljósm. úr safni.

Gul og appelsínugul viðvörun um land allt

Í dag er gul viðvörun vegna veðurs á öllu landinu og gildir til minættis í kvöld, en appelsínugul að auki fyrir svæðið sunnan jökla á suðausturlandi fram á morgundaginn. Fjallvegir eru nú ófærir og varað við ferðalögum milli landshluta enda lélegt skyggni og afar slæm akstursskilyrði.

Við Faxaflóa er spáð norðan stormi, 18-25 m/s, með vindhviðum að 40 m/s. Í fyrstu er versta veðrið bundið við sunnanvert Sæfellsnes, en síðar má búast við varasömum vindstrengjum við fjöll víðar á svæðinu, t.d. á Kjalarnesi. Við Breiðafjörð verður norðan hvassviðri eða stormur 15-25 m/s með éljum og skafrenningi.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir