Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Fjórtán greindust með Covid í gær

Fjórtán voru greindir með kórónuveiruna hér á landi í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim sem greindust voru þrettán í sóttkví. Í dag eru 205 í einangrun hér á landi vegna veirunnar og 670 í sóttkví. 38 liggja á sjúkrahúsi vegna Covid og þar af eru tveir á gjörgæslu. Nýgengi innanlandssmita er nú 45,5 og hefur hækkað síðustu daga.

Tveir eru nú í einangrun á Vesturlandi vegna kórónuveirunnar, báðir á Akranesi. 17 eru í sóttkví í landshlutanum; 13 á Akranesi, tveir í Borgarnesi, einn í Ólafsvík og einn í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir