Evrópskt markaðsleyfi fyrir bóluefni í sjónmáli

Lyfjastofnun Evrópu hafa borist umsóknir um skilyrt markaðsleyfi fyrir tvö bóluefni við Covid-19. Þetta er annars vegar bóluefni þróað af BioNTech og Pfizer og hins vegar bóluefni sem Moderna Biotech hefur þróað. „Stofnunin mun beita flýtimati á umsóknirnar. Niðurstaða gæti legið fyrir innan nokkurra vikna, en það fer eftir því hvort gögnin sem berast sýna með fullnægjandi hætti fram á gæði, öryggi og virkni bóluefnanna. Reynist gögnin fullnægjandi er gert ráð fyrir að endanlegt mat liggi fyrir varðandi bóluefni BioNTech og Pfizer í síðasta lagi 29. desember og 12. janúar fyrir bóluefni Moderna,“ segir í tilkynningu. Ýtarlega er fjallað um málið á vef Lyfjastofnunar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir