Björgunarsveitir komu vegfarendum til aðstoðar

Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum landsins frá því síðdegis í gær. Hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum vegna færðar og veðurs, verið komið til aðstoðar. Bílar hafa setið fastir, lent utan vegar og einn bíll fór á hliðina. Flest verkefni björgunarsveita hafa verið á Norður- og Vesturlandi, en engar tilkynningar borist um slys á fólki, að því fram kemur á vef Landsbjargar.

Færð á fjallvegum og upp til heiða er nú víðast hvar með þyngsta móti og því mikilvægt að ökumenn fylgist vel með upplýsingum um færð, veður og lokanir áður en haldið er í ferðalög milli landshluta.

Meðfylgjandi mynd er tekin af félögum í Björgunarsveitinni Heiðari í Borgarfirði í slæmu veðri. Þeir, ásamt kollegum sínum í Dölum, fóru á Bröttubrekku í gær til aðstoðar ökumönnum sem lent höfðu þar í festum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.