Sextán greindust í gær með Covid-19

Í gær greindust 16 með kórónuveirusmit innanlands og þar af voru fimm ekki í sóttkví. Um þrettán hundruð sýni voru tekin. Einn greindist með veiruna við landamæraskimun. Nú eru 204 virk smit í landinu, 172 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. 637 eru í sóttkví og 996 í skimunarsóttkví. 40 eru á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af eru tveir á gjörgæslu.

Á Vesturlandi eru nú tveir í einangrun, báðir á Akranesi. Sextán manns eru í sóttkví í landshlutanum; 14 á Akranesi, einn í Ólafsvík og einn í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir