Umferð á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Ófært á fjallvegum – gul viðvörun fyrir landshlutann

Hálka eða hálkublettir eru nú á vegum á Vesturlandi; skafrenningur og víða mjög hvasst. Gul viðvörun er í gildi í dag og á morgun fyrir allt landið, en að auki appelsínugul fyrir suðausturland.  Flughálka er á kafla fyrir austan Arnarstapa á Snæfellsnesi. Holtavöruheiði og Fróðárheiði eru lokaðar og Brattabrekka ófær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir