Tinna Ósk Grímarsdóttir rekur Smáprent á Akranesi. Ljósm. arg.

Hvetur alla til að fylgja sínum draumum

Í nóvember voru tíu ár síðan Tinna Ósk Grímarsdóttir opnaði fyrirtækið Smáprent á Akranesi. Hugmyndin kviknaði hjá henni 2008 en þá hafði hún nýlega útskrifast sem prentsmiður. „Ég var á þessum tíma atvinnulaus og á bótum hjá Vinnumálastofnun og fékk smá styrk til að búa mér til verkefni. Þá fékk ég hugmynd að hanna og prenta út afmælisboðskort með allskonar mismunandi þemu. Þetta seldist reyndar ekki mjög vel en ég lærðin helling af því og þótti það skemmtilegt,“ segir Tinna. Hún fékk svo samning hjá Morgunblaðinu og fór að vinna þar. „Ég var í eitt ár hjá Morgunblaðinu og á þeim tíma varð ég ófrísk og fór svo í fæðingarorlof eftir þetta ár. Í orlofinu kláraði ég sveinsprófið og fékk titilinn grafískur miðlari. Þegar ég klára orlofið þá missti ég vinnuna hjá Morgunblaðinu. Þá ákvað ég að halda áfram með þetta verkefni mitt ásamt því að vinna á öðrum stöðum samhliða. Þannig varð Smáprent til,“ segir Tinna og bætir við að sé viljinn fyrir hendi, geti fólk hvað sem er. „Ég hvet alla til að fylgja sínum draumum. Það var alls ekki alltaf auðvelt fyrir mig að klára skóla þar sem ég er bæði lesblind og með námserfiðleika, en það er allt hægt ef maður lætur ekkert stoppa sig,“ segir Tinna.

Sjá spjall við Tinnu Ósk í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir