Jóladagatal Grundarfjarðarbæjar

Grundarfjarðarbær telur dagana fram að jólum með skemmtilegum hætti. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember birtist mynd af jólaglugga dagsins en glugginn getur verið hvar sem er í bænum. Það er svo bæjarbúa að finna út úr því hvar glugginn er staðsettur og eru þeir hvattir til að fara í göngutúr og taka mynd af jólaglugganum og deila á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #grundarfjordur. Með þessu móti vill Grundarfjarðarbær stuðla að heilsueflingu og útivist með þessu gluggarölti um bæinn. Meðfylgjandi er svo mynd af glugga dagsins í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.