Átján voru greindir með veiruna í gær

Átján innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is, og þar af voru ellefu í sóttkví. Nú eru 199 í einangrun á landinu vegna veirunnar og 689 í sóttkví. 40 liggja á sjúkrahúsi og þar af tveir á gjörgæslu. Einn lést síðasta sólarhringinn vegna Covid og hafa nú 27 látist hér á landi vegna veirunnar. Nýgengi innanlandssmita er nú komið í 41,5 sem er hækkun frá því í gær þegar það var 38,5.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.