Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið.

Áfram sömu takmarkanir til 9. desember

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi til 9. desember næstkomandi. Er þetta gert í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis sem mælir gegn því að slakað sé á sóttvörnum núna í ljósi þess hvernig faraldurinn hefur verið að þróast síðustu daga.

Sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað 25. nóvember með tillögur að tilslökunum frá og með 2. desember en vegna aukinna smita í samfélaginu undanfarna daga dró hann það til baka og sendi nýjar tillögur 29. nóvember. Í þeim tillögum lagði hann til að áfram verði sömu takmarkanir og hafa verið í gildi frá 18. nóvember. Þýðir þetta að áfram verður í gildi tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra milli manna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir