Viðskipti með húsnæði á Vesturlandi í október

Þjóðskrá Íslands tekur mánaðarlega saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum samkvæmt þinglýstum gögnum. Fjöldi þinglýstra fasteignakaupasamninga í október á Vesturlandi var 52 og velta í þeim viðskiptum alls 1.854 milljónir króna. Það gerir meðalverð í hverjum viðskiptum upp á 35,6 milljónir. Í þessum viðskiptum skiptu 20 sérbýli um eigendur, 20 viðskipti voru með íbúðir í fjölbýli, þrjár sölur á atvinnuhúsnæði, fimm sumarhús voru seld og loks eru fern viðskipti undir flokknum „annað.“ Á landsvísu voru 1.297 viðskipti í mánuðinum og veltan 63 milljarðar króna. Meðalverð var því 48,6 milljónir. Þegar október 2020 er borinn saman við september 2020 fækkar kaupsamningum um 16,4% á landsvísu og velta lækkar um 16,9%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum með íbúðarhúsnæði um 14,5% á milli mánaða og velta lækkaði um 16,9%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira