Ljósm. Skessuhorn/ Finnbogi Rafn Guðmundsson.

Kveikt á jólatrénu á Akranesi

Mikil stemning var á Akratorgi á Akranesi í morgun þegar kveikt var á ljósum jólatrésins. Börn streymdu að úr tveimur elstu árgöngum leikskólanna á Akranesi, sum komu gangandi og önnur á rútum. Mikill spenningur lá í loftinu og skein gleðin úr augum barnanna. Torginu var skipt í fjögur aðskilin svæði og hafði hver leikskóli sitt. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ávarpaði hópinn og síðan kveikti Stúfur formlega á ljósunum við mikinn fögnuð barnanna. Samúel Þorsteinsson stjórnaði söng barnanna á jólalögum og síðan komu jólasveinar og útdeildu góðgæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir