Ýsa á brettum á leið til Fjölskylduhjálpar Íslands. Ljósm. GRun á Facebook.

GRun lætur gott af sér leiða fyrir hátíðirnar

Í dag sendi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið G.Run hf. í Grundarfirði frá sér tæp þrjú tonn af ýsu. Fiskurinn er sendur að gjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands. Flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. sá svo um að koma farminum frítt suður. Eigendur GRun vona að gjöfin komi að góðu notum, en áætla má að þarna sé um að ræða um níu þúsund máltíðir.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.