Aðskotahlutur í mexikóskri kjúklingasúpu

Matvælastofun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af mexíkóskri kjúklingasúpu merkt Krónunni vegna aðskotahlutar (glerbrots). Fyrirtækið með hjálp heilbrigðiseftirlitsins hefur innkallað súpuna. Matvælastofnun fékk upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllunina. Innköllunin á eingöngu við um Mexíkóska kjúklingasúpu í eins lítra umbúðum, vörunúmer: 14335, sem framleidd var 6. nóvember 2020 og merkt „best fyrir“ 6. mars 2021.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira