Verslunin Bjarg komin á netið

Verslunin Bjarg á Akranesi hefur opnað vefverslun; versluninbjarg.is. Bjarg er til húsa við Stillholt á Akranesi en þar er hægt að versla föt, snyrtivörur og ýmsa fylgihluti fyrir bæði dömur og herra. Það er Bára Ármannsdóttir sem stendur að vefversluninni. „Það hefur lengið lengi í loftinu hjá okkur að opna vefverslun og við ákváðum bara að ráðast í þetta núna,“ segir Bára í samtali við Skessuhorn. „Covid ýtti á okkur, enda höfum við fundið að fólk vill hafa kost á því að panta og fá sent heim á þessum Covid tímum. Það hefur aukist að haft sé samband við okkur í gegnum Facebook og við beðnar um að senda vörur,“ segir hún.

Vöruúrvalið í vefverluninni mun aukast hægt og rólega. „Við ákváðum að koma síðunni í loftið núna með áherslu á snyrtivörupakkningar fyrir jólin. En þetta er bara byrjunin og það munu fleiri vörur koma á síðuna. Við erum með mjög breitt vöruúrval og þetta tekur bara tíma,“ segir hún. Í tilefni nýju síðunnar og þeirra tilboðsdaga sem standa nú yfir vegna Black Friday er 15% afsláttur af öllum snyrtivöru gjafapakkningum fyrir dömur og herra um helgina og frí heimsending á öllum pöntunum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Hægt er að skoða vefverslunina á versluninbjarg.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir